Hirtur með kókaín í Leifsstöð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hirtur með kókaín í Leifsstöð

16.12.2009

Laugardaginn 4. desember stöðvaði tollgæslan rúmenskan karlmann á þrítugsaldri, sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni innvortis og við rannsókn kom í ljós að sá grunur reyndist á rökum studdur. Maðurinn hefur nú skilað af sér efnunum, sem reyndust vera u.þ.b. hálft kíló af kókaíni.

Tollstjóri afhenti lögreglu málið til rannsóknar og veitir ekki frekari upplýsingar.


 

Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning.

 

Fræðsluefni um fíkniefni og skaðsemi þeirra

Til baka