Dæmdir fyrir fíkniefnasmygl

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Dæmdir fyrir fíkniefnasmygl

18.12.2009

11. september síðastliðinn stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tvo Pólverja, sem voru að koma með flugi frá Varsjá. Við leit í farangri mannanna komu í ljós 16 niðursuðudósir, sem samkvæmt merkingum áttu að innihalda kjötmeti. Við nánari skoðun á innihaldi dósanna kom í ljós að í þeim höfðu verið faldar hvítar töflur. Við rannsókn lögreglu og efnagreiningu  kom í ljós að töflurnar innihéldu fíkniefnin metamfetamín og phencyclidinklóríð (PCP) og að í dósunum voru samtals 5995 töflur.

Í álitsgerð lyfjafræðings sem gerð var fyrir dóminn kemur meðal annars fram að annað efnið sem fannst í töflunum Fensýklidín hefur aðeins einu sinni fundist hér á landi svo vitað sé og notkun þess sem fíkniefnis hefur verið nánast óþekkt á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Þar kemur einnig fram að lyfið var upprunalega sett á markað sem róandi lyf til notkunar í dýralækningum. Síðar var reynt að nota það sem svæfingarlyf í mönnum, en því hætt þar sem margir sjúklingar fengu geðrof (e. psychosis).

16. desember síðastliðinn voru mennirnir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig.

Dóminn er hægt að lesa hér

Fræðsluefni um fíkniefni

Fíkniefni í dósum - myndin tengist málinu ekki beint
Fíkniefni falin í dósum - myndin tengist málinu ekki beint.


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning.

Til baka