Breytingar á aðflutningsgjöldum og fleiru um áramót

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á aðflutningsgjöldum og fleiru um áramót

22.12.2009

Tilkynning nr. 1 vegna breytinga á aðflutningsgjöldum og fleiru við tollafgreiðslu innfluttra vara sem taka gildi 1. janúar 2010

Varðar m.a. hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk innflytjenda, tollmiðlara og fleiri.

Þessi tilkynning er til að vekja athygli á tveimur breytingum sem verða 1. janúar 2010 og varða nánast allar innfluttar vörur.

Aðrar breytingar fela fyrst og fremst í sér breytingar á töxtum gjalda, sem þegar eru til. Tilkynning nr. 2 um breytingar verður send milli jóla og nýárs með upplýsingum og tilvísun í lagafyrirmæli o.fl. Allar breytingarnar taka gildi 1. janúar 2010, nema breytingar á C3 og LB gjöldum (leggjast á gasolíur og bensín), sem taka gildi við birtingu viðkomandi laga í Stjórnartíðindum (lagagildi daginn eftir birtingu).

Almennt gildir að allar ofangeindar breytingar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2010 (nema varðandi C3 og LB gjöld)

1.

Breytingar að uppgjörstímabilum og gjalddögum vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu

Á árinu 2009 hafa verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestir á aðflutningsgjöldum, samanber tilkynningu á vef Tollstjóra frá 7. apríl 2009.

Frá og með 1. janúar 2010 taka fyrri reglur um greiðslufrest og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Sjá nánar í viðhengi (pdf skjal)

Þeir innflytjendur og tollmiðlarar sem stunda SMT/EDI tollafgreiðslu þurfa sérstaklega að skoða þessar breytingar m.t.t. þess að hugbúnaður þeirra til rafrænnar tollafgreiðslu virki rétt; móttaka CUSTAR skeyta; tilkynninga frá Tollstjóra um tollafgreiðslu vörusendingar og skuldfærslu aðflutningsgjalda.

2.

Efra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 24,5% í 25,5%

Þetta verður framkvæmt á eftirfarandi hátt vegna álagningar og gjaldfærslu virðisaukaskatts við tollafgreiðslu innfluttra vara: Ö2 24,5% vsk fellur niður frá og með 1. janúar 2010 og við tekur Ö4 25,5% vsk frá og með 1. janúar 2010, en Ö4 gjaldakódi er nýr kódi sem gera þarf ráð fyrir í tollskýrslugerðarhugbúnaði.  Ö3 7% vsk verður áfram í gildi.

 

Nánari upplýsingar fást hjá TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra:

ttu[hja]tollur.is eða símanúmer TTU þjónustvaktar: 560 0505

Til baka