Alþjóðatolladagurinn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Alþjóðatolladagurinn

26.01.2010

Tollyfirvöld víða um heim halda í dag hátíðlegan alþjóðatolladaginn. Tollasamvinnuráðið (Customs Co-operation Council (CCC)) var stofnað í Brussel 26. janúar 1953 að viðstöddum fulltrúum sautján Evrópulanda. Alþjóðatolladagurinn er nú haldinn hátíðlegur á þessum degi. Árið 1994 var heiti ráðsins breytt í Alþjóðatollastofnunin (World Customs Organization (WCO)) og eru Íslendingar aðilar að stofnuninni.

Þema dagsins og reyndar ársins alls hjá WCO er Tollur og viðskipti: bættur árangur með samstarfi.

Vefur WCO

WCO

Til baka