Tilkynning: Tollafgreiðsla innfluttra vara. EA, EB, RA og RB gjöld falla niður frá og með 1. mars 2010

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tilkynning: Tollafgreiðsla innfluttra vara. EA, EB, RA og RB gjöld falla niður frá og með 1. mars 2010

01.03.2010

Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra

Eftirtalin aðflutningsgjöld falla niður fá og með 1. mars 2010:

EA - Fóðureftirlitsgjald (0,9%)

EB - Fóðureftirlitsgjald (0,10%)

RA - Eftirlitsgjald af sáðvöru (3,1%)

RB - Eftirlitsgjald af áburði o.fl. (0,25%)

Þessi breyting er skv. lögum nr. 143/2009 um breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn og innleiðingar frá reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 auk afleiddra gerða. Sjá VI. kafla laganna, m.a. 73. gr.:

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=2006486a-3c95-4919-b864-1fa3d3ad70cc

Gjöld fyrir eftirlit með fóðri, sáðvöru og áburði verða áfram álögð og innheimt hjá innflytjendum og framleiðendum þessara vara, en nú annast Matvælastofnun, www.mast.is, verkefnið skv. gjaldskrá og veitir nánari upplýsingar um breytta framkvæmd.

Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði

Tollskrárlyklar, sem taka gildi 1. mars 2010, verða aðgengilegir á vef Tollstjóra:

http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=123

Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. mars 2010.

Þegar leiðrétta/breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar gjöld skv. þeim lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og tollafgreiðslugengi þess dags. Gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Nánari upplýsingar um tæknilega framkvæmd fást hjá TTU-deild, tölvukerfi tollafgreiðslu og upplýsingavinnsla, hjá Tollstjóra:

ttu[hja]tollur.is eða símanúmer TTU þjónustvaktar: 560 0505

Til baka