Mikið haldlagt á Suðurnesjum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Mikið haldlagt á Suðurnesjum

05.03.2010

Tollgæsla og lögreglan á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast frá áramótum í fíkniefnamálum. 

Það sem af er ári hafa verið haldlögð tæp 4 kíló af fíkniefnum auk amfetamínvökva, sem talinn er duga til framleiðslu á tæpum 6 kílóum af amfetamíni til neyslu.   Lagt hefur verið hald á 235 kannabisplöntur. Þá hefur verið lagt hald á  rúmlega 2,5 kg af amfetamíni og 1,1, kg af kókaíni.


Fjölmörg mál upplýsast vegna ábendinga frá almenningi, við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

Fræðsluefni um fíkniefni og skaðsemi þeirra

Til baka