Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Varnarmálastofnunar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Varnarmálastofnunar

13.04.2010

Snorri Olsen tollstjóri og Ellisif Tinna Víðisdóttir forstjóri Varnarmálastofnunar undirrituðu í dag samstarfssamning. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Varnarmálastofnunar á ýmsum sviðum.

Samningurinn tekur meðal annars til miðlunar upplýsinga milli stofnananna, samnýtingar á tækjabúnaði og aðstöðu, samstarfs á vettvangi og sameiginlegra eftirlitsverkefna auk námskeiða og þjálfunar starfsmanna.

Samningurinn tók gildi við undirritun.

Til baka