Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi kvaddi þennan heim um helgina eftir stutt veikindi. Skuggi var 12 ára gamall.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi kvaddi þennan heim um helgina eftir stutt veikindi. Skuggi var 12 ára gamall.

10.05.2010

Skuggi var keyptur í Hafnarfirði árið 1998 þá rúmlega 9 mánaða gamall og var þriðji fíkniefnahundur Tollgæslunnar í Reykjavík. Hann starfaði með og var í umsjón Ólafs Sigurjónssonar tollvarðar til ársins 2002 en þá tók Stefán Geir Sigurbjörnsson tollvörður við honum. Þeir félagar störfuðu saman til ársins 2004 en þá lét Skuggi af störfum. Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum bæði fyrir embætti Tollstjórans í Reykjavík, Seyðisfirði  sem og önnur embætti.  Skuggi bjó hjá Stefáni Geir og fjölskyldu og tók við af hundinum Bassa sem forvarnarhundur embættisins í forvarnarstarfinu Nei takk fyrir fermingarbörn. Skuggi var kátur og glaður hundur og verður hans minnst sem mikils prakkara hjá þeim sem þekktu hann.

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi
Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi

Frá vinstri: Ási, Stefán og Skuggi
Þrír góðir félagar, frá vinstri Asi, Stefán og Skuggi

Hér er hægt að skoða myndband af hundum tollgæslunnar að störfum

Til baka