Haldlögð fíkniefni fyrstu fjóra mánuði ársins 2010

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Haldlögð fíkniefni fyrstu fjóra mánuði ársins 2010

07.06.2010

Það sem af er þessu ári hefur tollgæslan lagt hald á talsvert magn fíkniefna. Til samanburðar eru birtar tölur fyrir allt árið 2009.

Haldlögð fíkniefni árið 2009

Fíkniefni

Amfetamín g

Kókaín g

Maríjuana g

Hass g

Kannabisfræ stk.

E-töflur stk.

2009

14.844

1.583

952

244

2.024

9.882

Á árinu 2009 voru haldlögð tæp 15 kg af amfetamíni og rúmlega 1,5 kg af kókaíni. Haldlögð voru rúmlega 2.000 stykki af kannabisfræjum og tæplega 10.000 e-töflur. Ef litið er á fyrstu fjóra mánuði þessa árs þá hefur nú þegar verið haldlagt meira kókaín heldur en allt árið í fyrra þ.e. rúmlega 4,5 kg á móti rúmlega 1,5 kg í fyrra. Nú þegar er búið að haldleggja rúmlega 14 kg af amfetamíni miðað við tæplega 15 kg allt árið í fyrra. Meira magn af maríjuana hefur verið haldlagt í samanburði við allt árið í fyrra þ.e. rúmlega eitt kg en tæpt eitt kg var haldlagt á síðasta ári. Ekki hafa verið haldlagðar neinar e-töflur á þessu ári en á síðasta ári voru þær tæplega 10.000.

Haldlögð fíkniefni fyrstu fjóra mánuði ársins 2010

Fíkniefni

Amfetamín g

Kókaín g

Maríjuana g

Hass g

Kannabisfræ stk.

E-töflur stk.

2010

14.425

4.502,18

1.055,61

155,5

965

0

Þegar litið er á hvar fíkniefnin hafa verið haldlögð þá er mest um það á Keflavíkurflugvelli þar sem rúmlega 7,5 kg af amfetamíni hafa verið haldlögð á árinu og rúmlega 4,5 af kókaíni. Einnig hefur mikið af fíkniefnum verið haldlagt á tollpóstinum í ár sem og fyrri ár. Haldlagt amfetamín er komið í rúmlega þrjú kg og maríjúana í rúmt eitt kg. Hér að neðan eru töflur um annarsvegar haldlögð fíkniefni á Keflavíkurflugvelli fyrstu fjóra mánuði ársins og hinsvegar í Reykjavík yfir sama tímabil.

Keflavíkurflugvöllur 2010

Fíkniefni

Amfetamín g

Kókaín g

Maríjuana g

Hass g

Kannabisfræ stk.

E-töflur stk.

2010

7.506

4.501,34

31

138

40

0

Reykjavík 2010

Fíkniefni

Amfetamín g

Kókaín g

Maríjuana g

Hass g

Kannabisfræ stk.

E-töflur stk.

2010

6.919

0,84

1.024,61

17,5

925

0

Auk þess að hafa haldlagt mikið af fyrrnefndum fíkniefnum á þessu ári þá hefur tollgæslan einnig haldlagt önnur fíkniefni á þessu sama tímabili. Tollgæslan hefur haldlagt 3 g af hassolíu, 68 gramma hassköku, 1 stk. LSD-pappa. Einnig þrjár einingar af svokölluðu Spice efni sem íslenska löggjöfin hefur ekki útskurðað sem ólöglegt en það er m.a. bannað í Svíþjóð. Jafnframt 2,17 grömm af efni sem heitir Silvia og eitt gramm af JWH-018. Að auki tæplega 285 g af Mephedrone og eitt gramm af Crystal metamfetamíni eða metamfetamíni eins og það er gjarnan kallað.

MetamfetamínFíkniefnið JWH-018

Mynd af metamfetamíni til vinstri en hægra megin er mynd af efninu JWH-018.

Samstarf tollgæslu og lögreglu við rannsókn fíkniefnamála er mjög gott og einnig er samstarf við Landhelgisgæsluna að aukast.


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005. Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

Til baka