Fríverslunarsamningur við Úkraínu undirritaður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fríverslunarsamningur við Úkraínu undirritaður

25.06.2010

Ráðherrar frá aðildarríkjum Fríverslunarsamtaka Evrópu EFTA, Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss og Úkraína undirrituðu í gær fríverslunarsamning. Samningurinn var undirritaður á fundi EFTA ríkjanna sem nú stendur yfir í Reykjavík. Samningnum er ætlað að auka efnahagsleg tengsl og stuðla að aukinni verslun og fjárfestingum á milli samningsaðila.

Samningurinn öðlast gildi eftir að hann hefur verið fullgiltur.

Frétt um undirritunina á vef EFTA

Upplýsingar um samninginn

Fríverslunarsamningur EFTA og Úkraínu 

Til baka