20 lítrar af amfetamínbasa fundust við eftirlit lögreglu og tollsins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

20 lítrar af amfetamínbasa fundust við eftirlit lögreglu og tollsins

29.06.2010

Lögregla og tollgæsla fundu 20 lítra af amfetamínbasa í bifreið sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar fimmtudaginn 17. júní. Ökumaður bílsins, þýsk kona á fimmtugsaldri, var handtekin og sömuleiðis farþegi, þýsk kona á svipuðu reki. Með þeim í för var einnig sonur farþegans. Sá er 5 ára og var honum komið í hendur barnaverndaryfirvalda en drengurinn er nú kominn til síns heima í Þýskalandi. Konurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. júlí. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins en að því hafa einnig komið lögreglumenn frá bæði Seyðisfirði og embætti ríkislögreglustjóra auk tollvarða.

Greint var frá málinu síðdegis í gær á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni við Hlemm.

Nánar í fréttatilkynningu (pdf)

Fíkniefnafundur í NorrænuFíkniefnafundur í Norrænu

Til baka