Málstofa Tollstjóra um hugverkarétt

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Málstofa Tollstjóra um hugverkarétt

26.08.2010

Þann 2.-3. september nk. fer fram árleg ráðstefna norrænu tollstjóraembættanna um hugverkaréttarbrot (IPR) á Hótel Loftleiðum. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefna af þessu tagi er haldin og í fyrsta sinn sem hún fer fram á Íslandi. 

Auk norrænu tollstjóraembættanna sitja ráðstefnuna fulltrúar frá belgísku og bandarísku tollgæslunni (U.S. Immigration and Customs Enforcement, ICE), Europol og Alþjóðatollastofnuninni (WCO).

Í tilefni af ráðstefnunni býður tollstjóri til málstofu um hugverkaréttarbrot í sal 8 á Hótel Loftleiðum föstudaginn 3. september frá kl. 9-12.   

Dagskrá:

Opnun málstofu
Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollasviðs

Working with IPR within Danish customs
Trine Kofoed Dancygier, yfirmaður aðgerðarhóps um hugverkaréttarbrot, Danmörk.

The National IPR Center - Enforcement operations, current statistics and trends
Dennis M.  Fetting, sérfræðingur, bandarísku innflytjenda- og tollgæslunni (ICE)

Europol and IPR
Charlotta Lindgren, sérfræðingur, Europol.

WCO and IPR: Challenges and actions
Mr. Motoyuki Okura, tæknilegur ráðgjafi, Alþjóðatollastofnuninni (WCO)

IPR: The Icelandic Perspective
Lovísa Jónsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Árnason Faktor              

Fundarstjóri:  Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður

Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar verða í boði í fundarhléi.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um málstofuna og skráð þátttöku hjá Baldvini Erni Konráðssyni (baldvin.konradsson@tollur.is) fyrir 1. sept nk.

Til baka