Sameining starfsstöðva Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Sameining starfsstöðva Tollstjóra

15.09.2010

Starfsstöðvum embættis Tollstjóra að Héðinsgötu og á Skúlagötu hefur verið lokað en tollstöðvar eru áfram á hafnarsvæðinu við Klettagarða og á tollpóststofunni auk tollafgreiðslu við Cuxhavengötu í Hafnarfirði og í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Á Keflavíkurflugvelli hefur tollafgreiðslu á Blikavöllum verið lokað og er öll starfsemin nú á einum stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að auki er embætti Tollstjóra með starfsstöðvar  á Akureyri, Eskifirði, Ísafirði, Selfossi, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum.

Með þessum breytingum stefnir Tollstjóri að aukinni hagræðingu í rekstri með lægri leigukostnaði og minni akstri milli starfsstöðva. Hagræðing þessi hefur í för með sér betri nýtingu á starfsmönnum og embættið verður betur í stakk búið til að sinna lögboðnum skyldum á sama tíma og fjárheimildir lækka.

Um tímamót er að ræða því að í fyrsta skipti í langan tíma er stærstur hluti stjórnsýslu tollsins kominn í eitt hús, Tollhúsið við Tryggvagötu. Við bjóðum viðskiptavini Tollstjóra velkomna í Tollhúsið í Reykjavík og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, þar sem nú verður hægt að fá alla þjónustu embættisins á sama stað.

Til baka