Fréttatilkynning frá Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fréttatilkynning frá Tollstjóra

28.09.2010

Á sjöunda tímanum í morgun veitti tollgæslan jeppabifreið eftirför frá Sundahöfn í Reykjavík.

Tollverðir reyndu ítrekað að fá ökumanninn til þess að stöðva bifreiðina með merkjagjöf en án árangurs. Haft var samband við lögreglu sem kom strax á vettvang.

Ökumaður jeppabifreiðarinnar  missti stjórn á bifreiðinni á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar með þeim afleiðingum að hann ók yfir umferðareyju og í veg fyrir strætisvagn.

Maðurinn sem er skipverji á vöruflutningaskipi Eimskips var að koma út af athafnasvæði skipafélagsins þegar eftirförin hófst. Tollstjóri hafði samband við Eimskip og var tjáð að tekið yrði á málinu í samvinnu við tollgæsluna.

Við leit í bifreiðinni fundu tollverðir talsvert magn af smyglvarningi, en ekki er hægt að greina frá magni á þessari stundu.

Tengiliður við frétt: Guðni Markús Sigmundsson aðstoðaryfirtollvörður

Til baka