Uppboð á ótollafgreiddum vörum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Uppboð á ótollafgreiddum vörum

08.10.2010

Laugardaginn 16. október 2010 kl. 12:00 verða boðnir upp lausafjármunir að Suðurhrauni 3 í Garðabæ (Krókur dráttarbifreiðar).

Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem aðflutningsgjöld eru fallin á gjalddaga. Meðal vara sem boðnar verða upp eru húsgögn, fatnaður, bifhjól, vír, pappír, álprófílar, dekk og varahlutir. Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg.

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði heldur uppboðið. 

Nákvæmum lista yfir vörur sem boðnar verða upp verður dreift á uppboðsstað.

Sjá einnig auglýsingu frá Sýslumanninum í Hafnarfirði

Til baka