Lögskráning sjómanna flyst til Siglingastofnunar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Lögskráning sjómanna flyst til Siglingastofnunar

22.10.2010

Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi ný lög um lögskráningu sjómanna nr. 35/2010. Sama dag flytjast verkefni, sem verið hafa í höndum Tollstjóra og tengjast lögskráningu sjómanna til Siglingastofnunar Íslands.

  Helstu nýmæli laganna eru:

 • Skylt verður að lögskrá á öll skip sem gerð eru út í atvinnuskyni

 • Útgerðarmaður og/eða skipstjóri getur lögskráð áhöfn síns skips á grundvelli rafrænna skilríkja eða veflykils ríkisskattstjóra.
  Þá þarf útgerð að fylla út umsóknareyðublað um aðgang skipstjóra og útgerðar að lögskráningu sjómanna sem nálgast má á heimasíðu Siglingastofnunar.
  Greiða þarf árlegt gjald kr. 3.000 fyrir hvern einstakling sem fær aðgang.
  Að öðru leyti eru ekki innheimt gjöld vegna lögskráningar.
 • Vilji útgerð eða skipstjóri ekki sjá um lögskráninguna sjálf á sitt skip getur hún/hann óskað eftir því að Siglingastofnun annist lögskráninguna.
  Þá þarf útgerð að fylla út beiðni til Siglingastofnunar Íslands um lögskráningu sjómanna á skip um þá sem á að lögskrá, í hvaða stöður og á hvaða skip, en eyðublaðið má nálgast á heimasíðu Siglingastofnunar síðar í þessari viku.
  Þá þarf útgerðin að greiða lögskráningargjald með sama hætti og verið hefur, það er kr. 830 fyrir hverja lögskráningu og verður gjaldið innheimt mánaðarlega með greiðsluseðli.
 • Nánar á vef Siglingastofnunar

Til baka