Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Fiskistofu undirritaður

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samstarfssamningur milli Tollstjóra og Fiskistofu undirritaður

16.11.2010

Snorri Olsen tollstjóri og Eyþór Björnsson fiskistofustjóri undirrituðu í dag samstarfssamning milli Tollstjóra og Fiskistofu.

Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Fiskistofu varðandi eftirlit með inn- og útflutningi sjávarafurða.

Samstarfið felur meðal annars í sér gagnkvæma miðlun upplýsinga og samstarf á sviði upplýsingatæknimála, samstarf á vettvangi og sameiginleg eftirlitsverkefni auk sameiginlegra námskeiða, sem ætlað er að auka færni tollvarða til að stöðva ólöglegan inn- og útflutning sjávarafurða.

Samningurinn tók gildi við undirritun.

Samningurinn í heild (pdf)

Ljósmyndir frá undirritun

Til baka