Notuð reiðtygi í bifreið

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Notuð reiðtygi í bifreið

25.11.2010

Tollgæslan tók í gær til skoðunar bifreið á íslensku skráningarnúmeri sem var að koma erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bifreiðin var send hingað til lands af einstaklingi og fundust í henni notuð og óhrein reiðtygi sem væntanlega hafa verið í notkun erlendis. Sérfræðingar frá MAST voru fengnir til þess að skoða bifreiðina og varninginn þar sem innflutningur á notuðum reiðtygjum er með öllu óheimill.

Afleiðingar þess að flytja með sér notuð reiðtygi og annan búnað tengdan hestamennsku til landsins geta verið mjög alvarlegar.

Tollstjóraembættið og MAST vilja ítreka við þá sem komast í snertingu við dýr erlendis og eða stunda þar hestamennsku að kynna sér gildandi reglur um innflutning á notuðum reiðtygjum og fatnaði sem hefur komist í snertingu við dýr erlendis.

Ljósmyndir af reiðtygjum sem tollgæslan og MAST hafa stöðvað innflutning á.

Tengiliður vegna fréttar Guðni Sigmundsson S-8929445

Íslenski hesturinn er falleg skepna

Til baka