Útskrift tollvarða úr Tollskóla ríkisins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Útskrift tollvarða úr Tollskóla ríkisins

09.12.2010

Næst komandi föstudag, 10. desember, verða 18 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn úr Tollskóla ríkisins. Nemendurnir hafa þá lokið námi í almennum tollfræðum á sviði tollafgreiðslu og tolleftirlits og útskrifast þeir sem tollverðir. Útskriftin fer fram kl. 15 í hátíðarsal tollstjóra, á 2. hæð Tollhússins.

Embætti tollstjóra starfrækir Tollskóla ríkisins. Skólinn annast kennslu í almennum tollfræðum og veitir tollvörðum og tollendurskoðendum grunn- og sérmenntun á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu (tolleftirlits). Inngöngu í skólann fá þeir sem ráðnir hafa verið til starfa hjá embættinu við tollgæslu eða tollendurskoðun og staðist hafa inntökupróf í skólann.

Útskriftarnemum óskum við til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

Til baka