Ráðstefna um siglingavernd

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ráðstefna um siglingavernd

10.12.2010

Siglingastofnun stóð nýlega fyrir ráðstefnu um siglingavernd. Meginviðfangsefni hennar voru niðurstöður úttekta Eftirlitsstofnunar EFTA á siglingavernd á Íslandi, reglugerð um framkvæmd siglingaverndar nr. 265/2008, æfinga- og þjálfunarmál, breytt skipan tollgæslumála og nýjar reglur um framkvæmd hafnarríkiseftirlits. Farið var yfir stöðu siglingaverndar og helstu breytingar sem hafa orðið frá gildistöku hennar þann 1. júlí 2004.

Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður hafnasviðs, Stefán Alfreðsson deildarstjóri siglingaverndar og Þór Kristjánsson deildarstjóri hafnarríkiseftirlits fluttu erindi á ráðstefnunni af hálfu Siglingastofnunar. Auk þeirra greindu fulltrúar frá Tollstjóra, Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu frá hlutverki og starfsemi þessara stofnana í tengslum við siglingavernd og helstu breytingum í því sambandi.

Á ráðstefnunni voru verndarfulltrúar frá höfnum, skipafélögum, olíufélögum og öryggisfyrirtækjum auk fulltrúa frá lögreglunni o.fl., alls um 40 manns.

 Frá ráðstefnu Siglingastofnunar um siglingavernd

Vefur Siglingastofnunar

Til baka