Kamagra og rafbyssur í Leifsstöð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Kamagra og rafbyssur í Leifsstöð

15.02.2011

Við reglubundið eftirlit síðastliðinn fimmtudag stöðvaði tollgæslan Íslending um fimmtugt, sem var að koma frá Tælandi með millilendingu í Kaupmannahöfn. Við leit í farangri mannsins fannst verulegt magn af stinningarlyfinu Kamagra, sem maðurinn viðurkenndi að hafa keypt af götusala í Tælandi og flutt með sér til Íslands. Tollgæslan haldlagði lyfin, en alls fundust 2000 skammtar af lyfinu í fórum mannsins, 1700 töflur og 300 skammtar í vökva formi. Auk lyfjanna fundust hjá manninum þrjár rafstuðbyssur. Ekki þarf að taka fram að innflutningur á slíkum vopnum er bannaður á Íslandi.

Að lokinni rannsókn eru mál af þessu tagi send lögreglustjóra (ákæruvaldi) til frekari meðferðar.

Kynnið ykkur:

Innflutningstakmarkanir og innflutningsbönn

Reglur um innflutning og heildsölu lyfja (á vef lyfjastofnunar)

Hér eru nokkrar ljósmyndir af smyglvarningnum


Við minnum á að hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

Tengiliður vegna fréttar: Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður, s-891-9760

Til baka