Endurbætur á ytri vef Tollstjóra: fyrirtæki - tollamál

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Endurbætur á ytri vef Tollstjóra: fyrirtæki - tollamál

23.02.2011

Forsíðan fyrir málaflokkinn tollamál undir fyrirtæki á ytri vef Tollstjóra hefur verið endurbætt. Allt efni sem fyrir var er til staðar, en einnig hefur verið bætt við talsvert af nýju efni.

Málaflokkurinn hefur nú fengið sérstaka forsíðu þar sem efnið er flokkað og birt í kössum.

Við hvetjum notendur, sem nota vefinn mikið til að gefa sér nokkrar mínútur til að kynna sér breytingarnar. Á næstu dögum verða einnig gerðar minniháttar breytingar og lagfæringar á fleiri síðum sem tengjast þessum málaflokki.

Nýja síðan er afrakstur vinnu verkefnahóps um vef Tollstjóra - tollamál. Athugasemdir og ábendingar eru vel þegnar á netfangið vefur@tollur.is

Vefsíðan Fyrirtæki - Tollamál

Til baka