Breyting á gjalddögum greiðslufrests í tolli (tollkrít) og vörugjalds vegna tímabilsins janúar-febrúar 2011.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breyting á gjalddögum greiðslufrests í tolli (tollkrít) og vörugjalds vegna tímabilsins janúar-febrúar 2011.

15.03.2011

Alþingi samþykkti þann 14. mars 2011 lög um skiptingu á gjalddögum tollkrítar og vörugjalds vegna tímabilsins janúar-febrúar 2011. Gjalddagar tollkrítar verða 15. mars og 15. apríl. Gjalddagar vörugjalds verða 28. apríl og 28. maí.

Samkvæmt upplýsingum frá fjársýslu ríkisins verða stofnaðar nýjar kröfur í heimabönkum gjaldenda.  Hafi gjaldendur þegar greitt heildartollkrít vegna tímabilsins  geta þeir farið fram á endurgreiðslu á helmingi hennar. Vinsamlegast sendið beiðnir um endurgreiðslu á netfangið: fyrirspurn@tollur.is

Til baka