Mikilvæg tilkynning til launagreiðenda

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Mikilvæg tilkynning til launagreiðenda

15.03.2011

Á grundvelli 28. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, hefur ríkisskattstjóri ákveðið að álag muni ekki reiknast vegna síðbúinna skila á staðgreiðslu , miðvikudaginn 16. mars 2011. Eru þannig felld niður viðurlög vegna eins dags.

Netsamband hefur að miklu leyti legið niðri í dag vegna bilunar og því hefur ekki verið hægt að ganga frá staðgreiðslu með rafrænum hætti. Vegna þessa verður vanskilaálagi ekki beitt miðvikudaginn 16. mars 2011.

Til baka