Góður árangur tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Góður árangur tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

29.03.2011

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur að undanförnu komið í veg fyrir stórfellt smygl á fíkniefnum til landsins.

Þriðjudaginn 22. febrúar s.l. voru tveir erlendir ferðamenn stöðvaðir við komuna til landsins af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Mennirnir höfðu í fórum sínum sitthvora léttvínsflöskuna, við skoðun á þeim kom í ljós að þær innihéldu fljótandi amfetamín.

Þriðjudaginn 22. mars s.l. voru tveir Íslenskir ferðamenn stöðvaðir við komuna til landsins af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Farþegarnir voru að koma frá Las Palmas. Í tveimur ferðatöskum þeirra var falskur botn þar sem faldar voru 36004 E-töflur og 4471 skammtar af LSD.

Umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um málin (myndbönd):

Fljótandi amfetamín tekið á Keflavíkurflugvelli

Neitar sök í smyglmáli 

Rannsókn beggja málanna er hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.


Við minnum á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

 

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005.
Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Einnig er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030.

 

Til baka