Fölsuð Gillette rakvélablöð haldlögð af tollgæslunni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fölsuð Gillette rakvélablöð haldlögð af tollgæslunni

06.04.2011

Nýlega lagði tollgæslan hald á töluvert magn af fölsuðum Gillette Fusion Power rakvélablöðum, var um að ræða hraðsendingu frá Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem tollgæslan hér á landi  leggur hald á fölsuð rakvélablöð en talið er líklegt að rakvélablöðin hafi verið ætluð til sölu hér á landi. Reynst getur erfitt fyrir almenning  að þekkja muninn og ekki fyrr en við rakstur að spurningar vakna um lögmæti vörunnar.  Hér að neðan eru myndir af fölsuðu rakvélablöðunum og til samanburðar eru ekta rakvélablöð. Gott er að hafa eftirtalin atriði í huga þegar spurningar vakna um mögulega fölsun. Ef að eitt eða fleiri atriði vekja athygli  kaupandans er full ástæða til að íhuga hvort um sé að ræða falsaða vöru.

  • Óeðlilega lágt verð
  • Örlítill blæbrigðamunur á umbúðunum (t.d. óskýrari stafir, litir og myndir)
  • Áberandi gæðamunur á blöðunum auk þess sem greinilegur munur er oftast á útliti þeirra

Íslensk Ameríska er umboðsaðili fyrir Gillette á Íslandi.  Tekið er mjög hart á svona málum og leitað allra leiða til að hafa uppi á eftirlíkingum sem eru til sölu hér á landi.  Þeir munu fyrir hönd framleiðanda fara í lögbannsmál gagnvart þeim aðilum sem flytja inn og/eða selja fölsuð eintök frá Gillette.

 Fölsuð rakvélarblöð

Fölsuð rakvélarblöð

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið.

Til baka