Könnun um biðtíma eftir afgreiðslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Könnun um biðtíma eftir afgreiðslu

15.04.2011

Dagana 1. - 8. apríl 2011 fóru gjaldkerar Tollstjóra á Tryggvagötu þess á leit við viðskiptavini að þeir tækju þátt í stuttri könnun um biðtíma eftir afgreiðslu hjá þeim. Spurt var um væntingar um biðtíma, ánægju með biðtíma og hversu vel / illa Tollstjóri kemur út ef biðtími eftir afgreiðslu hjá gjaldkerum Tollstjóra er borinn saman við biðtíma eftir afgreiðslu hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Þá var þátttakendum gefinn kostur á að koma með ábendingar eða endurgjöf á biðtímann eða þjónustu almennt hjá gjaldkerum Tollstjóra í lok könnunarinnar.

Væntingar um biðtíma

60% viðskiptavina vænta þess að biðtíminn sé skemmri en 4 mínútur og 66% segja biðtímann að jafnaði skemmri en þeir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum úr afgreiðslukerfi Tollstjóra stendur stofnunin mjög vel undir þessum væntingum. Árið 2010 biðu 94% viðskiptavina (26.973 af 28.567) 4 mínútur eða skemur eftir afgreiðslu hjá gjaldkera og dagana sem könnunin stóð yfir fór hlutfallið í 98% (573 af 586). Þá var meðalbiðtími viðskiptavina aðeins 34 sekúndur.

Ánægja með biðtíma

90% viðskiptavina eru ánægðir með biðtíma almennt eftir afgreiðslu hjá Tollstjóra og 93% voru ánægðir með biðtímann þann dag sem þeir svöruðu spurningalistanum.

Samanburður við biðtíma hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum

92% segja Tollstjóra koma vel út ef biðtíminn eftir afgreiðslu hjá gjaldkera er borinn saman við biðtíma eftir afgreiðslu hjá öðrum fyrirtækjum og stofnunum.

Niðurstöður könnunar (PDF skjal)

Til baka