Dreifing gjalddaga greiðslufrests í tolli (tollkrít) og vörugjalds

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Dreifing gjalddaga greiðslufrests í tolli (tollkrít) og vörugjalds

18.05.2011

Vakin er athygli á að Alþingi samþykkti í gær lög um breytingu á tollalögum, númer 88/2005, lögum númer 97/1987, um vörugjald, og lögum númer 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Samkvæmt upplýsingum frá fjársýslu ríkisins verða stofnaðar nýjar kröfur í heimabönkum gjaldenda. Hafi gjaldendur þegar greitt heildartollkrít vegna tímabilsins geta þeir farið fram á endurgreiðslu á helmingi hennar. Vinsamlegast sendið beiðnir um endurgreiðslu á netfangið: fyrirspurn@tollur.is.

Í greinargerð með frumvarpi segir:

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem er ætlað að bregðast tímabundið við greiðsluerfiðleikum fyrirtækja vegna samdráttar í efnahagslífinu og er það í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, dags. 5. maí 2011. Er lagt til að hefðbundnum gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2011 verði dreift á tvo gjalddaga. Einnig er lagt til að þetta fyrirkomulag skerði ekki heimild til að færa til innskatts allan virðisaukaskatt viðkomandi tímabils þótt einungis hluti hans hafi verið greiddur. Samhljóða breytingar hafa nokkrum sinnum áður verið lagðar til og var sambærileg breyting lögfest síðast með lögum nr. 22/2011. Áréttað skal að frumvarpinu er ætlað að eiga við um nýliðinn gjalddaga aðflutningsgjalda vegna tímabilsins mars og apríl síðastliðinn.

Ferill frumvarpsins í gegnum þingið

Samþykkt lög

Til baka