Fréttatilkynning frá Tollstjóra

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fréttatilkynning frá Tollstjóra

28.06.2011

Embætti Tollstjóra vekur athygli á nýbirtum lögum nr. 73/2011 um ráðstafanir í ríkisfjármálum.  Um er að ræða breytingar á ýmsum lögum er varða ríkisfjármál. Þar á meðal er breyting á 6. gr. laga um gjald af áfengi og tóbaki, þar sem kveðið er á um magn áfengis sem ferðamenn og farmenn mega hafa með sér til landsins án greiðslu áfengisgjalds. 

Ferðamenn mega því nú hafa með sér tollfrjálst áfenga drykki og tóbak sem hér segir:

Áfengir drykkir 

  • 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór eða
  • 3 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór eða
  • 1 lítra af sterku áfengi og 9 lítra af bjór eða
  • 1,5 lítra af léttvíni og 9 lítra af bjór eða
  • 12 lítra af bjór

Sterkt áfengi telst vera áfengi sem er sterkara en 21%; léttvín telst vera áfengi, annað en bjór, sem er 21% að styrkleika eða minna.

Tóbak

  • 200 vindlinga (1 lengju) eða 250 grömm af öðru tóbaki

Lágmarksaldur til að flytja inn áfengi er 20 ár og 18 ár til að flytja inn tóbak.

Texta laganna má finna hér: http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0fa25ea5-c430-4f28-b107-4d1ba9f1ef52

Til baka