Upplýsingar um bankareikninga vegna álagningar opinberra gjalda 2011

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Upplýsingar um bankareikninga vegna álagningar opinberra gjalda 2011

12.07.2011

Tollstjóri vekur athygli á fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins þann 6. júlí 2011 um bankareikninga vegna álagningar opinberra gjalda 2011.

Í fréttatilkynningunni segir: „Þeir gjaldendur sem eiga von á inneign eftir álagningu opinberra gjalda 2011 (barna- og vaxtabætur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla og/eða inneign í staðgreiðslu) og hafa ekki nú þegar óskað eftir að endurgreiðslur verði lagðar inn á bankareikning þurfa að tilkynna bankareikning til innheimtumanns ríkissjóðs (sýslumenn eða tollstjóri) fyrir 14. júlí n.k. til að fá inneignina innlagða þar sem ekki verða sendar út ávísanir vegna inneigna eftir álagningu.
Gjaldendur munu fá senda tilkynningu um inneign með álagningarseðli og geta fengið hana greidda út hjá innheimtumönnum hafi þeir ekki tilkynnt um bankareikning."

Gjaldendur geta sent Tollstjóra upplýsingar um bankareikninga með þrennum hætti:

  • Sent tölvupóst á netfangið fyrirspurn@tollur.is
  • Fyllt út eyðublaðið Beiðni til innheimtumanns ríkissjóðs um ráðstöfun greiðslna 
  • Hringt í þjónustuver innheimtusviðs í síma 560 0350.

Til baka