Alþjóðleg aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Alþjóðleg aðgerð gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu

03.10.2011

Nýlega lauk viðamikilli alþjóðlegri aðgerð (Pangea IV) gegn sölu á fölsuðum og ólöglegum lyfjum á netinu. Aðgerðin var skipulögð af WCO (World Customs Organization) og Interpol og stóð hún yfir dagana 20-27 september. Aðgerðin er sú stærsta sem skipulögð hefur verið af þessu tagi og tóku 81 lönd þátt í aðgerðinni. Í aðgerðinni var m.a.  lagt hald á u.þ.b. 8000 sendingar og 2.4 milljónir taflna voru gerðar upptækar. Jafnframt var u.þ.b. 13,500 sölusíðum lokað í framhaldinu. Meðal þeirra lyfja sem gerð voru upptæk voru fúkkalyf, krabbameinslyf, þunglyndislyf, flogaveikislyf, megrunarlyf og fæðubótarefni. Fjöldi aðila voru handteknir í tengslum við aðgerðina, ýmist fyrir framleiðslu, sölu eða dreifingu á efnunum.

Tollgæslan á Íslandi tók þátt í aðgerðinni, lagði hún hald á tæplega 8000 töflur í tengslum við aðgerðina á meðan á henni stóð.

Nánari upplýsingar um aðgerðina er að finna á heimasíðu WCO.

Fölsuð lyf

Til baka