Reiknivélin vinsæl

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Reiknivélin vinsæl

17.10.2011

Í síðustu viku, 10. til 16. október 2011 notuðu 1220 manns nýja reiknivél Tollstjóra fyrir aðflutningsgjöld. Reiknivélin var vinsælasta síða vefsins (fyrir utan forsíðuna) og það lætur nærri að annar hver notandi hafi nýtt sér hana. Næst vinsælasta síða vefsins er tollskráin, en hana geta fyrirtæki notað, meðal annars til að reikna gjöld.

Hér að neðan er tafla, sem sýnir vinsælustu flokkana og fjölda útreikninga í hverjum flokki, en samtals voru framkvæmdir 3101 útreikningar í vikunni.

Flokkur

Fjöldi útreikninga
Fatnaður og skór 750
Tölvur og tölvubúnaður 431
Varahlutir fyrir ökutæki 249
Ökutæki 209
Hljóð og myndflutningstæki 173
Geisladiskar og DVD diskar 131

Til baka