Ný útgáfa af Tollalínunni tekin í notkun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný útgáfa af Tollalínunni tekin í notkun

02.11.2011

Tekin hefur verið í notkun ný útgáfa af Tollalínunni. Megintilgangur með nýju útgáfunni er að farmflytjendur og tollmiðlarar hafi greiðari aðgang en verið hefur að upplýsingum tengdum eigin farmflutningum. Að auki eru viðbætur í nýju útgáfunni, sem hafa áhrif hjá öllum notendum.

Hægt er að opna nýju Tollalínuna með því að smella hér.

Viðbætur eingöngu fyrir farmflytjendur og tollmiðlara

Umfangsmestu breytingarnar eru vegna upplýsinga, sem eingöngu eru fyrir farmflytjendur og tollmiðlara.

Farmflytjendur geta nú skoðað ýmis konar upplýsingar tengdar eigin farmflutningum. Þeim standa til boða nýjar vefsíður þar sem leita má upplýsinga um tákn flutningsfara, flutningsför, komur flutningsfara, brottfarir flutningsfara, farmskrár og uppskiptingar.

Tollmiðlarar geta fengið aðgang að vefsíðum þar sem leita má upplýsinga um farmskrár og uppskiptingar.

Viðbætur fyrir alla notendur

Í nýju útgáfunni eru auk þess eftirfarandi breytingar, sem hafa áhrif hjá öllum notendum:

  • Viðtökunúmer.

Hér er hægt að skoða upplýsingar um einstök viðtökunúmer eða fá yfirlit yfir afgreidd eða óafgreidd viðtökunúmer.

  • Vefsíðan Sendingar - sendingarnúmer sem eitt svæði.

Notandi getur breytt stillingum þannig að sendingarnúmer verði eitt svæði. Þannig má til dæmis líma upplýsingar um sendingarnúmerið inn í svæðið.

Nánari upplýsingar

Smella má hér til að ná í pdf skjal með nánari upplýsingum um breytingarnar.

Gjaldskrá

Breytingarnar á Tollalínunni hafa jafnframt áhrif á gjaldskrá vegna Tollalínunnar. Smella má hér til að sækja upplýsingar um núgildandi gjaldskrá.

Til baka