Falsaðar Nokia rafhlöður stöðvaðar af tollgæslunni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Falsaðar Nokia rafhlöður stöðvaðar af tollgæslunni

17.11.2011

Nýlega stöðvaði tollgæslan nokkrar póstsendingar sem innihéldu töluvert magn af fölsuðum Nokia rafhlöðum. Sendingarnar komu frá Hong Kong og var sama fyrirtækið innflutningsaðili á sendingunum.

Rafhlöðurnar voru verslaðar á eBay og var erfitt var að sjá að um væri að ræða fölsun en með samstarfi tollgæslunar og Hátækni, sem er umboðsaðili Nokia á Íslandi, tókst að staðfesta það. Það sem ekki síst vakti grunsemdir tollvarða var óeðlilega lágt reikningsverð á rafhlöðunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem tollgæslan finnur falsaðar rafhlöður í sendingu hér á landi en ekki er ljóst hvort selja átti rafhlöðurnar til almennings.

Samkvæmt upplýsingum tollgæslunnar getur mikil hætta stafað af fölsuðum rafhlöðum og í verstu tilfellum geta þau ofhitnað með þeim afleiðingum að þau springa. Ofhitnun falsaðra rafhlaðna getur jafnframt valdið því að þau bráðna. Fyrir utan líkamstjón geta falsaðar rafhlöður valdið tjóni í raftækjum og á þetta ekki síst við um farsíma sem geta verið mjög viðkvæmir gagnvart öðru spennustigi en því sem  þeir eru framleiddir fyrir.

Í flestum tilfellum er óeðlilega lágt verð sterkasta vísbendingin um að rafhlöðurnar séu falsaðar og á þetta ekki síst við um ef verslað er á netinu. Að öðru leyti kann að vera erfitt fyrir almenning að þekkja falsaðar rafhlöður sem geta litið eðlilega út við fyrstu sýn.

Falsaðar rafhlöður

Fleiri myndir hér

Tengiliður vegna fréttar Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður


Ef þú hefur upplýsingar um falsaðar vörur er hægt að senda tollayfirvöldum upplýsingar um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning eða hringja í smyglsímann 552 8030, þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

 

 

 

 

 

Til baka