Samstarfssamningur Tollstjóra og Matvælastofnunar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samstarfssamningur Tollstjóra og Matvælastofnunar

18.11.2011

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Tollstjóra og Matvælastofnunar. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf Tollstjóra og Matvælastofnunar vegna eftirlits með inn- og útflutningi dýraafurða, lifandi dýra, matvæla, plantna og skyldra afurða.

Tollyfirvöldum og öðrum stjórnvöldum og stofnunum er samkvæmt tollalögum ætlað að hafa gagnkvæmt samstarf varðandi verkefni sem tengjast tollheimtu og tolleftirliti, svo sem upplýsingagjöf og forvarnir. Jafnframt er Matvælastofnun ætlað að tryggja náið samstarf stofnana sem eiga þátt í eftirliti með afurðum frá þriðju löndum. Samstarfssamningur þessi er nánari útfærsla á áðurnefndum verkefnum Tollstjóra og Matvælastofnunar.

Í samstarfinu felst meðal annars gagnkvæm miðlun upplýsinga og samstarf á sviði upplýsingatæknimála, samstarf á vettvangi og sameiginleg eftirlitsverkefni auk sameiginlegra námskeiða, sem ætlað er að auka færni tollvarða til að við að stöðva ólöglegan inn- og útflutning á afurðum og lifandi dýrum, sem samkomulagið nær til.

Samningurinn tók gildi við undirritun.

 Samningur við Matvælastofnun
Gísli Halldórsson dýralæknir inn- og útflutnings og Snorri Olsen tollstjóri

Samningurinn í heild (pdf skjal)

Ljósmyndir frá undirritun

Til baka