Jólagjafir frá útlöndum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Jólagjafir frá útlöndum

01.12.2011

Nú nálgast jólin og margir eiga von á sendingum með jólagjöfum frá ættingjum og vinum, sem búsettir eru erlendis.

Starfsmönnum Tollstjóra er það bæði ljúft og skylt að benda landsmönnum á að í ákveðnum tilvikum þarf ekki að greiða tolla og önnur aðflutningsgjöld af jólagjöfum sem sendar eru til landsins.

Þetta á þó aðeins við um gjafir sem gefandi búsettur erlendis hefur með sér eða sendir til Íslands, en gildir hins vegar hvorki um innflutning í atvinnuskyni né fyrir gjafir, sem einstaklingur búsettur á Íslandi pantar frá útlöndum eða kaupir erlendis.

Skilyrði fyrir tollfrjálsum innflutningi jólagjafa eru:

  • Að verðmæti jólagjafar samkvæmt framlögðum reikningi sé ekki meira en 10.000 kr, ef það er meira dragast 10.000 krónurnar frá verðmæti gjafarinnar og aðflutningsgjöldin eru reiknuð af þeirri upphæð sem eftir stendur. Fylgi reikningur ekki jólagjöfinni áætlar Tollstjóri verðmætið með hliðsjón af líklegu smásöluverði á innkaupsstað.
  • Að sending beri með sér að um sé að ræða jólagjöf frá gefanda búsettum erlendis og að tengsl séu á milli hans og þess sem gjöfina fær.
  • Sé ljóst af fylgiskjölum eða samsetningu jólagjafar að hún sé ætluð tveimur eða fleiri og gjöfunum hafi eingöngu af hagkvæmnisástæðum eða vegna tilefnis sendingar verið pakkað saman til flutnings er jólagjöf til hvers og eins talin sjálfstæð gjöf við mat á því hvort gjöfin teljist innan verðmætamarka.
  • Rétt er að benda á að undanþágan tekur ekki til áfengis og tóbaks.

    Nánari upplýsingar um undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af gjöfum

    Til baka