Samstarfssamningur um eftirlit með útflutningi, sem kann að ógna alþjóðaöryggi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Samstarfssamningur um eftirlit með útflutningi, sem kann að ógna alþjóðaöryggi

08.12.2011

8. desember 2011 var undirritaður samstarfssamningur milli Utanríkisráðuneytis, innanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, embættis Tollstjóra og Ríkislögreglustjóra vegna alþjóðlegra skuldbindinga og samþykkta sem Ísland er aðili að og varða eftirlit með útflutningi er kann að ógna alþjóðaöryggi.

Tilgangur samningsins er að auka skilvirkni í framkvæmd þeirra lagaákvæða sem eiga við um eftirlit með útflutningi sem má nota, með beinum eða óbeinum hætti, til hryðjuverka, bælingar eða í hernaðarlegum tilgangi, svo og um eftirlit með þjónustu og fjárfestingum sem honum tengist.

Samstarfssamningur um eftirlit með útflutningi, sem kann að ógna alþjóðaöryggi undirritaður Frá vinstri: Snorri Olsen tollstjóri; Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður; Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu; Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður, Brynjólfur Karlsson, aðstoðaryfirtollvörður og Pétur G. Thorsteinsson, sendifulltrúi frá utanríkisráðuneytinu

Samningurinn í heild (pdf skjal)

Til baka