Smygl í flutningaskipi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Smygl í flutningaskipi

15.12.2011

Þriðjudaginn 13. desember síðastliðinn fann tollgæslan talsvert magn af smyglvarningi í flutningaskipi við komu þess til landsins. Alls tóku níu tollverðir þátt í aðgerðinni og haldlögðu þeir smyglvarninginn; um 30 karton af vindlingum, 30 líta af sterku víni, tæplega 10 lítra af bjór og 3 lítra af léttvíni. Níu skipverjar hafa viðurkennt að eiga varninginn og telst málið upplýst.

Smygl í flutningaskipi

Hér eru nokkrar myndir frá leitinni


Tollgæslan gerir árlega upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varningi sem reynt er að smygla til landsins. Mörg þessara mála upplýsast eingöngu vegna aðstoðar almennings.

Hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning.

Við minnum einnig á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Hafir þú upplýsingar varðandi fíkniefnamál, sem þú vilt koma á framfæri, getur þú hringt nafnlaust í síma 800 5005. Símsvari tekur við skilaboðum frá þér og þú getur valið um hvort þú vilt gefa upp nafn þitt eða ekki.

Til baka