Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í heimsókn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í heimsókn

02.02.2012

Á dögunum heimsótti sprengjusveit Landhelgisgæslunnar tollgæsluna í Reykjavík. Starfsmenn sveitarinnar kynntu fyrir tollvörðum tæki og búnað sveitarinnar einnig fóru þeir yfir viðbrögð á vettvangi sprengjuleitar.

Tollvörðum fannst áhugavert og gagnlegt að fá að kynnast starfsemi sveitarinnar og notkunarmöguleikum tækjabúnaðar hennar.

Heimsóknin var þáttur í samstarfi stofnannanna í tengslum við samstarfssamning, sem undirritaður var árið 2009.

Á næstunni mun sprengjusveitin heimsækja tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli.

Hér eru nokkrar myndir fá heimsókninni.

Til baka