Falsaður varningur stöðvaður í alþjóðlegri aðgerð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Falsaður varningur stöðvaður í alþjóðlegri aðgerð

22.02.2012

Nýlega lauk alþjóðlegri aðgerð (Global Hoax II) sem miðaði að því að koma í veg fyrir innflutning á fölsuðum varningi í gegnum póst- og hraðsendingar. Aðgerðin sem var mjög viðarmikil var skipulögð af World Customs Organisation (WCO) og Hugverkamiðstöð Bandaríkjamanna (US IPR Center). Fjörtíu og þrjár þjóðir tóku þátt í aðgerðinni og þar á meðal tollgæslan á Íslandi. Í aðgerðinni var lagt hald á yfir 30.000 pakka og yfir 150.000 hlutir voru gerðir upptækir þ.á.m. leikföng, lyf, rafmagnsvörur, fatnaður, DVD diskar, úr, farsímar, handtöskur ásamt öðrum ólöglegum varningi eins og kannabisfræjum, steralyfjum og amfetamíni. Samkvæmt WCO eru framleiðendur og seljendur falsaðs varnings í auknum mæli farnir að senda litlar póst- og hraðsendingar til einstaklinga í stað stórra gámasendinga sem mikið ber á og auðvelt er að rekja fyrir tollyfirvöld.

Í aðgerðinni lagði tollgæslan á Íslandi hald á töluvert magn af rislyfinu Kamagra í póstsendingu sem kom frá Indlandi (sjá myndir).

Kamagra stinningarlyf Kamagra stinningarlyf

Sjá fréttatilkynningu frá WCO

Tengiliður vegna fréttar Hörður Davíð Harðarson, yfirtollvörður

Til baka