Leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða sett í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2)

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða sett í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2)

02.07.2012

Þann 1. september 2012 breytast reglur um frágang á útflutningsskýrslu (ebl. E-2) þegar um er að ræða útflutning á sjávarafurðum. Í þeim tilfellum ber að tilgreina framleiðanda á Íslandi með því að skrá tiltekið leyfisnúmer hans í reit númer 44 á útflutningsskýrslunni ásamt viðeigandi leyfislykli. Þetta er gert að ósk Fiskistofu til að hægt sé að rekja sjávarafurð til síðasta vinnsluaðila á Íslandi.

Þann 2. júlí 2012 sendi Tollstjóri bréf til 372 útflytjenda og tollmiðlara til að kynna fyrirhugaðar breytingar.

Nýir tollskrárlyklar vegna framangreindra breytinga verða aðgengilegir á vef Tollstjóra frá og með 20. ágúst 2012. Útflytjendur og tollmiðlarar, sem stunda SMT-/EDI tollafgreiðslu, verða að setja upplýsingar um nýju tollskrárlyklana inn í hugbúnað sinn vegna tollskýrslugerðar fyrir 1. september 2012. Að öðrum kosti koma fram villur við tollafgreiðslu útflutningsskýrslna.

Nánari upplýsingar

Ýtarlegar upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar er að finna á vefsíðunni Leyfisnúmer framleiðanda sjávarafurða sett í reit númer 44 á útflutningsskýrslu (ebl. E-2).

Tollstjóri veitir að auki allar nánari upplýsingar um atriði, sem lúta að breytingum á útfyllingu útflutningsskýrslu. Hafa má samband við upplýsingadeild tollasviðs hjá Tollstjóra í síma 560 0315 eða tölvupóstfangi upplysingar@tollur.is og TTU-deild Tollstjóra í síma 560 0505 eða tölvupóstfangi ttu@tollur.is. Fiskistofa veitir nánari upplýsingar um lagaheimildir, hugsanleg vafaatriði er tengjast skilgreiningum á framleiðanda, sem og önnur tengd atriði. Hafa má samband við Heiðu Rafnsdóttur, verkefnastjóra brotamála, eða Hrefnu Gísladóttur, forstöðumann fiskveiðistjórnunarsviðs, í síma 569 7900. Matvælastofnun veitir nánari upplýsingar um leyfisnúmer framleiðenda. Hafa má samband við matvælaöryggis- og neytendamálasvið stofnunarinnar í síma 530 4800.

Til baka