Uppboð á ótollafgreiddum vörum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Uppboð á ótollafgreiddum vörum

10.10.2012

Laugardaginn 20. október 2012, kl. 12:00, verða boðnir upp lausafjármunir í vörumiðstöð Samskipa að Kjalarvogi 7-15 (hurð 33), 104 Reykjavík.

Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem aðflutningsgjöld eru fallin á gjalddaga. Meðal vara sem boðnar verða upp eru ferða DVD spilarar, sjónvörp með DVD, fatnaður (m.a. hettupeysur í stærðum XS-XL, bolir í stærðum XS-XL, kvenfatnaður í stærðum 36-44), skór, púsl (1000 og 500 pcs.), fjaðrir undir stóra bíla, efni og verkfæri til munstursteypugerðar, hluti af bílaþvottastöð og fleira. Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar. Greiðsla við hamarshögg.

Sýslumaðurinn í Reykjavík heldur uppboðið. 

Nákvæmum lista yfir vörur sem boðnar verða upp verður dreift á uppboðsstað.

Sjá einnig auglýsingu frá Sýslumanninum í Reykjavík

Til baka