Útflutningseftirlit með hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Útflutningseftirlit með hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu

05.11.2012

Tollstjóri vekur athygli á að nauðsynlegt er að afla útflutningsleyfis fyrir hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu áður vara er send til útflutnings. Samkvæmt lögum nr. 58/2010 um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, ásamt síðari breytingu, hefur utanríkisráðuneytið eftirlit með framangreindum málaflokki. Að því gefnu að útflutningur verði heimilaður mun utanríkisráðuneytið úthluta útflytjanda leyfisnúmeri sem færist í reit 44 á útflutningsskýrslu. Nánari leiðbeiningar um útfyllingu útflutningsskýrslu má finna hér. Tilgangur útflutningseftirlits er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar  Íslands, með það að leiðarljósi að tryggja alþjóðlegt öryggi og til varna gegn dreifingar gereyðingarvopna, hergagna og vöru sem getur nýst til hryðjuverka eða skipulagðrar glæpastarfsemi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.

Til baka