Fíkniefni í jólapakkaflóði

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fíkniefni í jólapakkaflóði

10.01.2013

Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði í nóvember og desember á nýliðnu ári, 2012, fimmtán sendingar, sem reyndust innihalda fíkniefni. Efnin fundust við hefðbundið eftirlit tollgæslu með bögglasendingum til landsins, þegar þær voru röntgenmyndaðar. Um var að ræða hass, amfetamín og kannabisfræ, auk fleiri tegunda fíkniefna. Þá innihéldu tvær bögglapóstsendingar stera. Samtals stöðvaði tollgæsla því sautján sendingar á ofangreindum tveimur mánuðum. Efnin hafa verið afhent lögreglu til rannsóknar.

Til samanburðar skal þess getið að árið 2011 stöðvaði tollgæslan í Reykjavík 21 sendingu af fíkniefnum og sterum í nóvember og desember.

Hass í tvinnakeflum
Margvíslegar aðferðir eru notaðar til að reyna að smygla fíkniefnum til landsins. Með þessum hætti var reynt að smygla hassi í tvinnakeflum.

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar um málið en minnir á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Til baka