Fyrirhuguð/hugsanleg dreifing gjalddaga á greiðslufresti í tolli.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fyrirhuguð/hugsanleg dreifing gjalddaga á greiðslufresti í tolli.

06.03.2013

Athygli gjaldenda sem njóta greiðslufrests í tolli skv. 122. gr. tollalaga nr. 88/2005 er vakin á því að lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér dreifingu á gjalddögum greiðslufrests í tolli.

Þar segir m.a.  að gjalddagar vegna uppgjörstímabila á árinu 2013 skuli verða með þeim hætti að helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili skuli skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils og helmingi eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabil.

Verði frumvarp þetta að lögum hefur það þá þýðingu að gjalddagar tímabilsins janúar - febrúar 2013 verða tveir 15. mars og 5. apríl í stað eins gjalddaga 15. mars eins og er skv. núgildandi lögum. Gjaldendur eru hvattir til að fylgjast með framvindu málsins á Alþingi á eftirfarandi slóð: http://www.althingi.is/altext/141/s/1037.html. og á heimasíðu Tollstjóra www.tollur.is.

Til baka