Breyting á tollalögum varðandi dreifingu gjalddaga á greiðslufresti í tolli

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breyting á tollalögum varðandi dreifingu gjalddaga á greiðslufresti í tolli

14.03.2013

Athygli gjaldenda sem njóta greiðslufrests í tolli skv. 122. gr. tollalaga nr. 88/2005 er vakin á því að samþykkt hafa verið lög um breytingu á tollalögum sem mæla fyrir um dreifingu á gjalddögum greiðslufrests í tolli á árinu 2013.

Í hinu nýja ákvæði til bráðabirgða segir:

Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. laganna skal fyrirkomulag gjalddaga aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabila á árinu 2013 vera sem hér segir:

1. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 15. degi næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

2. Helmingi af aðflutningsgjöldum á viðkomandi uppgjörstímabili, sbr. 1. mgr. 122. gr., skal skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils.

Gjalddagar tímabilsins janúar - febrúar 2013 verða því tveir, 15. mars og 5. apríl í stað eins gjalddaga 15. mars.

Til baka