Ný breyting á lögum um vörugjald

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný breyting á lögum um vörugjald

14.03.2013

Í gær samþykkti Alþingi frumvarp Fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um vörugjald nr. 97/1987.  Þann 22. desember 2012 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 156/2012, um breytingu á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, og tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum. Þeim lögum var ætlað að færa álagningu vörugjalda í það horf að hún hvetji til neyslu á hollari matvælum á þann hátt að gjöldin leggist eingöngu á vörur sem innihalda sykur eða sætuefni.

Með lögunum voru gerðar lagfæringar á vörugjaldslögunum til viðbótar þeim sem samþykktar voru með lögum nr. 156/2012. Flestar eru smávægilegar og snúast um það hvaða tollskrárnúmer það eru sem innihalda sykur eða sætuefni og hversu hátt hlutfall sykurs eða sætuefna er í hverju númeri. Ásamt þessu er framleiðendum gefinn sá valmöguleiki að leggja á vörugjald samkvæmt raunverulegu innihaldi viðbætts sykurs - og/eða sætuefna.

Umræddar breytingar taka gildi við birtingu en koma til framkvæmda frá 1. mars 2013 nema liður b-, c-, e- og f- liður frumvarpsins, sem taka gildi við birtingu laganna.

Nálgast má samþykkt frumvarp hér.

Til baka