Tollflokkun á skjáum í vörulið 8528

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollflokkun á skjáum í vörulið 8528

02.04.2013

Stefnubreyting hefur orðið hjá Tollstjóra við flokkun á skjáum í kjölfar og aðdraganda álits 50. HS fundar WCO í september 2012. 

Áður voru allir skjáir með HDMI tengi flokkaðir hjá Tollstjóra sem aðrir skjáir en stefnubreytingin hefur í för með sér að nú er litið til fleiri atriða við tollflokkun skjáa.  Fleiri skjáir falla nú í flokk skjáa sem gerðir eru eingöngu eða aðallega til nota í gagnavinnslukerfum (tölvuskjáir). 

Í mjög einfölduðu máli má segja að skjáir með HDMI tengi og hátalara eru flokkaðir í tnr. 8528.5900 en ef þeir eru ekki með hátalara eru þeir flokkaðir í tnr. 8528.5100, þ.e.a.s ef þeir eru aðallega ætlaðir til notkunar við gagnavinnslukerfi.  Skjáir með hátölurum sem eru ekki með HDMI eða sambærilegum tengjum geta áfram verið flokkaðir í tnr. 8528.5100 ef þeir eru aðallega ætlaðir til notkunar við gagnavinnslukerfi.

Nánari upplýsingar um tollflokkun á skjáum í vörulið 8528

 

 

Til baka