Tollgæsla haldlagði kíló af sprengiefni

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tollgæsla haldlagði kíló af sprengiefni

02.05.2013

Rannsókn er nú lokið á máli sem upp kom þegar tollgæslan stöðvaði sendingu sem kom með bögglapósti hingað til lands og reyndist innihalda eitt kíló af efnum sem hægt er að nota sem sprengiefni.

Sendingin umrædda barst til Póstmiðstöðvarinnar á Stórhöfða frá Bretlandi þann 18. desember 2012 og var stíluð á einstakling. Í henni voru tveir plastpokar með dufti í, en ekki var getið um efnisinnihald þeirra á umbúðum. Tollgæslan haldlagði efnið. Rannsókn málsins var síðan unnin í samvinnu rannsóknardeildar Tollstjóra og Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu sem og embættis Ríkislögreglustjóra, sem fer með stjórn samstarfshóps tolls og lögreglu, er snýr að forefnum til sprengjugerðar. Málið er upplýst og er nú til meðferðar hjá ákæruvaldi og Tollstjóri mun því ekki veita frekari upplýsingar um það.

Efnin sem tollgæslan haldlagði og sjá má á myndinni, eru svokölluð forefni. Með blöndun þeirra hefði verið hægt að búa til kíló af sprengiefni.

Efnin sem tollgæslan haldlagði og sjá má á myndinni, eru svokölluð forefni. Með blöndun þeirra hefði verið hægt að búa til kíló af sprengiefni.

 

Til baka