Á annað hundrað húsgögnum fargað

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Á annað hundrað húsgögnum fargað

21.05.2013

Tollgæslan stöðvaði nýverið sendingu frá Kína, sem reyndist meðal annars innihalda á annað hundrað eftirlíkingar af húsgögnum nokkurra frægra hönnuða í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu. Munirnir voru fluttir í gámi hingað til lands en um var að ræða stóla, borð og lampa sem voru eftirlíkingar af þekktum húsgögnum sem seld eru í sérverslunum hér á landi.

Þarna var um að ræða brot á hugverkaréttindum viðkomandi hönnuða og var húsgögnunum fargað í móttökustöð Sorpu, undir eftirliti tollvarða. Málinu er þar með lokið og mun Tollstjóri ekki veita nánari upplýsingar um það.

Fylgst með förgun

 

Til baka